Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

SúkkulaðiChiagrunnur

Fyrir 1

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Þessi grunnur er algjör snilld og hentar í næstum því allt. Ég hef notað hann í Chiamorgungraut með ýmsum útfærslum og einnig í Chiasúkkulaðimús. Mér finnst hann hinsvegar full rammur án þess að bæta við t.d. banana eða döðlu.

Nokkrar útgáfur:

VEGAN:

Súkkulaðichiamús (Frábær eftirréttur)

Bláberjasúkkulaðichiaskál (morgunmatur)

SúkkulaðiChiaskál (morgunmatur)

EKKI VEGAN:

Mangósúkkulaðichiaskál (morgunmatur)

Súkkulaðichiaskál (morgumatur)

Sett í krukku í þessari röð. Chiafræ, kakó, vatn og möndlumjólk. Látið standa í amk 3 tíma eða yfir nóttu. Ég geri alltaf nokkrar krukkur þar sem hann geymist vel í nokkra daga. Innihaldið sett í blandara og búið til morgunskál, Smoothie eða eftirréttur. Lykilatriði að blanda vel þannig að hann verði silkimjúkur og glansandi.

MACROS SAMKVÆMT MFP:

Kalóríur: 205. - Kolvetni: 2,4 gr, Fita, 14,4 gr. Prótein: 9,8 gr. Trefjar: 14,2 gr.