Cleanlife logo

Cleanlife er hugarfóstur mæðginanna Ásdísar Óskar Valsdóttur fasteignasala og Axels Vals Þórissonar.

Í nokkur ár hefur Ásdís verið að taka til í sínu lífi. Fara yfir í hollari lífstíl sem og einfalda það.

Axel Valur er ástríðukokkur og hefur alfarið séð um að elda á heimilinu. Fyrir nokkrum mánuðum byrjaði Ásdís að borða hreint fæði (ef það vex, syndir eða hleypur þá er það hreint) og smátt og smátt hefur Axel verið að þjálfa mömmu sína í eldhúsinu.

Tilgangurinn með vefnum er því tvíþættur.

  • Halda utan um matseðlana okkar með það hugarfar að mamman verði sjálfbær þegar sonurinn flytur að heiman
  • Leyfa öðrum sem vilja borða borða hreint nýta sér þessar uppskriftir