Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

SúkkulaðiChiamús

Fyrir 9

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Þetta er frábær eftirréttur sem tekur enga stund. Ég nota Chiasúkkulaðigrunninn og bæti við þeyttum hafrarjóma og 85% súkkulaði. Skreyti svo að vild. Macros hérna er miðað við 50 gr. eftirrétt en auðvitað má hafa hvaða stærð sem er.

1. Chiagrunnurinn og döðlurnar sett í blandara þar til hann er orðinn silkimjúkur og glansandi.

2. Hafrarjóminn er þeyttur á saman tíma.

3. Súkkulaðið er brætt í örbylgjuofni á sama tíma.

4. Chiagrunninn er blandað varlega saman við hafrarjómann og súkkulaðinu síðan hellt varlega út í.

5. Sett í skálar/glös og í kæli í amk 2 tíma. Toppað að vild

MACROS SAMKVÆMT MFP:

Kalóríur: 160. - Kolvetni: 7 gr, Fita, 13,2 gr. Prótein: 1,6 gr. Trefjar: 2 gr.