Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Chiagrautur – grunnur

3-4

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Þessi grunnur er algjör dásemd. Ég set hann yfirleitt í stóra krukku og á hann til inn í ísskáp í nokkra daga.

1. Chiafræ og vatn er hrært saman í stórri krukku

2. Kókósrjóma er bætt út í. Passa að hræra mjög vel saman. Mér finnst best að nota gaffal. Hérna er líka hægt að nota heimagerða Möndlumjólk

3. Sett inn í ísskáp

Þetta er grunnurinn minn. Ég nota alltaf brúna kókósrjómann frá Krav (fæst m.a. í Nettó) þar sem grauturinn verður svo rjómalagaður og mjúkur. Þessi grautur er fullkominn á morgnana en hentar líka sem millimál og hreinlega sem eftirréttur.

Hann er alltaf til í ísskápnum hjá mér og snilld hvað það er fljótlegt að græja hann.