4
Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 15 mín
Þessi er gífurlega einföld og fljótleg. Fínt að bera fram með ofnbökuðu grænmeti og salati
1. hitið ofninn í 180 °C með blástur
2. Skerið kúrbítinn í bita sem og blómkálið (ég nota hendurnar í blómkálið)
3. Blandið kúrbít, blómkáli og furuhnetum í eldfast mót, hellið vel af olíu yfir og kryddið með salti, pipar og reyktri papriku.
4. Setjið grænmetið í ofninn, það þarf ca 5 mínútum lengri tíma en bleikjan eða ca 15 mín
4. Setjið olíu í eldfast mót, bleikjuflökin með roðið niður. Olía sett yfir, salt, pipar og dill.
5. Setjið inn í ofn þegar grænmetið er búið að vera í 5 mínútur. Þegar þú getur stungið tannstöngli í bleikjuna og hann fer í gegn án mótstöðu er fiskurinn tilbúinn.