Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Möndlusmjör

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 30 mín

Þetta er líklega besta möndlusmjör sem ég hef prófað. Notaði heilar möndlur núna og lét þær blandast þar til þær urðu silkimjúkar og hálfgerð sósa. Þetta er fullkomið ofan á t.d. grauta sem þú vilt skreyta. Gífurlega bragðgott og líklega þarf ég að skammta mér hvað ég má borða á dag. Gæti klárað þessa krukku.

1. Ofninn hitaður í 180 °C

2. Möndlum dreift yfir ofnplötu

3. Bakað í 10 mínútur. Mikilvægt að hræra í hnetunum amk 2var sinnum þannig að þær bakist jafnt og þétt.

4. Möndlurnar látnar kólna á plötunni.

5. Settar í matvinnsluvél og blandað saman þar til orðin lungamjúkt, rétt áður en þær eru fullkomnar þá bætum við salti, vanilludropum og kanil. Sett í krukku. Mæli með að vinna þær MJÖG LENGI þar sem möndlusmjörið verður bara betra því lengur sem það verður í vinnslu.

Ekki hugmynd um hvað þetta geymist lengi, alltaf frekar fljót að klára krukkuna.