Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Kjúklingalundir í karrýkókóssósu

Fyrir 4

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 20 mín

Þessi er fljótlegur og virkilega bragðgóður. Finnst mjög gott að setja mangó með þar sem sætt og sterkt blandast vel saman. Frábær til að hita upp daginn eftir.

1. Olía er hituð á stórri pönnu

2. Kjúklingalundir snyrtar og skornar í minni bita, ca 2 bitar úr lund.

3. Gulrætur og laukur skorið í sneiðar

4. Paprika og brokkoli skorið í bita.

5. Allt sett á pönnu og steikt saman.

6. Þegar lundirnar eru steiktar er bambus, spínati, furuhnetum og kókósflögum bætt út í og látið steikjast í 2 mínútur.

7. Kókósmjólk í dós og Green Curry Paste hrært saman, ca helming af sósunni er hellt yfir pönnuna og látið blandast vel.

8. Borið fram

Ég nota Kókósmjólkurcurry sósu í ansi mikið og því fínt að geyma restina í krukku í ísskáp fyrir næsta rétt sem þarf á henni að halda.