Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Íssamloka

Fyrir 4

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Stundum þarf kona bara ís og þá er gott að eiga smá í frysti. Þessi er fljótlegur og þarf enga ísvél, bara handafl til að vippa honum upp

Setjið grísku jógúrtina í skál og hrærið vanilludropum og hunangi saman við. Brytjið bananann smátt og bætið út í ásamt hálfum Macademiuhnetum og súkkulaðibitum. Blandið vel saman. Skiptið í 4 bita (eða minni eftir smekk). Frystið í amk 4 tíma. Bræðið súkkulaði í örbylgju og hrærið 1 kókósolíu útí. Hjúpið með súkkulaði og setjið smá sjávarsalt yfir og frystið í svona 1-2 klst.

Það er lítið mál að gera þennan rétt Vegan með því að skipta út grískri jógúrt fyrir t.d. kókósjógúrt og þá þarf ekki hunang.