Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Heitreykt laxasalat

Fyrir 1

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Það er gífurlega fljótlegt að grípa í þennan rétt. Ég á yfirleitt heitreyktan lax í ísskápnum og get því reddað mér á fljótlegan hátt. Má breyta honum endalaust með mismunandi grænmeti og berjum og ávöxtum.

1. Kashew hnetur þurrristaðar á pönnu. Það er alveg hægt að hafa þær tilbúnar en mér finnst gott að gera þetta samhliða þannig að þær verði ylvolgar.

2. Kál sett í skál, tómatar og gúrka skorið í bita og sett ofan á .

3. Laxinn brotinn í bita og sett yfir

4. Bláber, ananas og kókókflögum bætt út í

5. Pestó sett yfir eða góð olía

6. Hnetunum dreift yfir