Prenta uppskrift
Grasker með ferskjum og burrata
Fyrir 4.
Undirbúningstími: 15 mín / Eldunartími: 30 mín
Þetta sló svo sannarlega í gegn. Lykilatriði er að bera þetta heitt fram. Einnig væri hægt að sleppa burrata og hafa þetta með einhverju próteini en það er hægt að leika sér helling með þetta salat. Ég prófaði að nota hita afgang af grunnsalatinu og skera niður epli og það var gífurlega gott líka. Mjög gott að hafa ristaðar pekanhnetur með þessu.
- Ofninn hitaður í 180 °C
- Graskerið skorið niður og sett í skál, olíu og kryddum hellt yfir
- Skallottulaukur er skorinn niður og bætt við
- Vatnið er látið renna af kjúklingabaunum og þeim bætt við
- Allt blandað vel saman og sett svo á ofnplötu og bakað í 30 mínútur. Gott að hræra í blöndunni eftir 15 mínútur
- Ferskjur eru skornar í sneiðar og döðlur helmingaðar og steikt upp úr smjöri (nema hún sé vegan þá einhver olía) dass að sjávarsalti sett yfir.
- Borið fram salatbeðið og 1 burrataostur settur yfir, ásamt pekan hnetum, niðurskorinni fíkju og granateplafræjum