Kjúklingur í kókóskarrý

By

Frábær réttur til að nýta afganga.

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 15 mín

Sósan:

 • 3 tsk af red Curry paste
 • 1 dós kókósmjólk

Gott að hræra vel upp í kókósmjólkinni þar sem hún er oft kekkjótt. Hræra síðan red curry paste saman við þar til allt er vel blandað. Magn af curry paste fer reyndar eftir því hversu sterkur rétturinn á að vera.

Kjúklingarétturinn:

 • Brokkoli
 • Grænkál
 • Rauðlaukur
 • Bambus í dós
 • Spínat
 • Furuhnetur
 • Eldaður kjúklingur
 • Kókóskarrýsósa
 • Salt og pipar

Olífuolía er hituð á pönnu og á meðan er brokkoli og grænkál brotið í minni bita. Sett á pönnuna þegar hún er orðin heit. Laukurinn er skorinn í sneiðar og bætt út í ásamt bambus. Þegar brokkoli er farið að mýkjast er kjúkling, spínati og furuhnetum bætt út í og loksins er sósunni hellt yfir, saltað og piprað eftir smekk.

Borinn fram með mangósalati. Mangó og melónur fara mjög vel með sterkum mat.

Við notuðum ca helminginn af sósunni og tilvalið að geyma hana í ísskáp til seinni nota.

Það er tilvalið að nota þennan rétt sem forrétt og setja hann þá ofan á salatblöð.

 

Ekki missa af þessu