Guacamole

By

Guacamole:
3-4 avókado eru sett í skál og stöppuð saman með gaffli.

Hálfur hvítur laukur er saxaður smátt, einn tómatur er saxaður smátt og safinn og fræin fjarlægð svo að guacamoleið veru ekki of blautt, ¼ – ½ jalapeño er síðan saxað smátt, gott að fjarlægja fræin og síðan ½ lúka af kóríander er saxað smátt og öllu bætt út í skálina með avókadóinu og hrært saman.

Síðan er safa úr hálfri límónu bætt við og að lokum er þetta saltað eftir smekk.

Merki :