Grænkálssnakk

By

Frábært snakk sem allir í fjölskyldunni eru óðir í.

  • Grænkál
  • Ólífuolía
  • Salt
  • Pipar
  • Sesamfræ
  1. Ofninn hitaður í 180 °C með blæstri
  2. Grænkálið er skolað og þurrkað. Síðan er það rifið í bita og öllum hráefnum blandað saman í eina skál. Magn af öðrum hráefnum fer eftir magni af grænkáli, passa að það sé næg olía.
  3. Grænkálið sett á bökunarplötu og dreift vel úr. Passa að setja ekki grænkálsbitana ofan á hvern annan.
  4. Bakað í 10 mínútur eða þangað til það er orðið stökkt. Gott að fylgjast með svo það brenni ekki. Setja það í lokaðan dall ef það er ekki klárað beint af plötunni.

Þetta er eitt af uppáhaldssnakkinu mínu og allir fjölskyldumeðlimir slást um það þegar það er gert. Toppar algjörlega allar kartöfluflögur sem ég hef smakkað.

[elfsight_social_share_buttons id=“1″]