Chiagrautur með heitri berjasósu

By

Þetta er algjört uppáhald eftir morgunæfingar á veturnar

Undirbúningur: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Sósan:

  • hálfur bolli frosin ber
  • 1 msk vatn

Berin og vatnið er sett í pott og hitað saman þar til orðið að mauki

Chiagrauturinn:

2 msk af tilbúnum Chiagraut sett í glas og sósunni hellt yfir þegar hún er tilbúin. Kókósflögur og pekanhnetur brotnar í tvennt og settar yfir. Þá eru ber eftir smekk sett yfir og mér finnst mjög gott að setja loks kókósrjóma yfir og granateplafræ

Það er hægt að nota hvaða ber sem er í sósu. Mitt uppáhald er hindber þar sem þau eru fljótust að maukast og á eftir því bláber. Síst finnst mér að nota jarðarber, þau eru lengst að eldast og brenna helst við botninn.

Mín rútína er að láta berin malla á meðan ég tek vítamínin og hita mér sítrónuvatn og tek lýsið og óreganoolíuna.

Ef þörfin fyrir eitthvað sætt er yfirþyrmandi þá er tilvalið að gera heita berjasósu og hella yfir hana kókósrjóma, algjört nammi.

Þessi réttur er líka frábær sem millimál og eftirréttur

Ekki missa af þessu