Bleikja með dilli

By

Bleikja:
Ofninn er stilltur á 180°C + blástur. Álpappír settur á ofnplötu, olía sett á og síðan er bleikjan og grænmeti (paprika, laukur, kirsuberjatómatar) sett á plötuna og allt kryddað með salti og pipar, og dill einnig sett á fiskinn. Þetta er síðan sett inn í ofn og eldað þangað til það er hægt að stinga fiskinn með tannstöngli með engri mótstöðu. Ætti að taka sirka 10 mínútur, en fer eftir stærð fisksins.

Mjög gott að bera fram með blómkálsmús og salati

Merki :

Ekki missa af þessu