Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Lúxus Chiagrautur

1

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Búin að vera að þróa þennan lengi. Vantaði alltaf Chiagraut sem "entist" lengur en klukkutíma áður en ég yrði svöng aftur. Galdurinn er allskonar hnetur í ýmsu formi.

1. Frosin ber eru hituð saman, stundum gott að setja 1 msk af vatni í pottinn. Hituð saman þar til þau byrja að maukast og þá er gott að stappa þau aðeins saman og taka af hellunni.

2. Kashewhnetur og pekanhetur eru saxaðar gróft og settar í botninn á skál. Síðan er Chiagrauturinn settur ofan á, því næst möndlusmjör og möndluflögur, heita berjasósan og veganjógúrt. Toppað með ferskum berjum, kókósmjöli og Kakónibbum.