Chiagrautur – grunnur

By

Grunnurinn af mínum Chiagraut. Á þennan alltaf til

  • 1/2 bolli Chiafræ
  • 1 bolli Vatn
  • 330 ml Kókósrjómi
  • Chiafræ og vatn er hrært saman í stórri krukku
  • Kókósrjóma er bætt út í. Passa að hræra mjög vel saman. Mér finnst best að nota gaffal.
  • Sett inn í ísskáp

Þetta er grunnurinn minn. Ég nota alltaf brúna kókósrjómann frá Krav (fæst m.a. í Nettó) þar sem grauturinn verður svo rjómalagaður og mjúkur. Þessi grautur er fullkominn á morgnana en hentar líka sem millimál og hreinlega sem eftirréttur.

Hann er alltaf til í ísskápnum hjá mér og snilld hvað það er fljótlegt að græja hann.

Merki :

Ekki missa af þessu