Prenta uppskrift
Trefjabomba
Fyrir 1.
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 2 mín
Þetta er morgunmaturinn sem ég borða ca 6x í viku eða eftir hverja æfingu. Hann er bæði trefja- og próteinríkur og trixið er að útbúa hann kvöldinu áður. Svo er bara að nota hugmyndaflugið í hvað þú vilt setja ofan á hann. Ég geri yfirleitt 5-6 krukkur í einu þannig að ég þurfi bara að bæta við mjólk og berjum að kvöldi.
- Öllum fræjum blandað saman og kryddað eftir smekk.
- Mjólkinni bætt við og blandað vel saman
- Vanilludropar settir út í og blandað vel saman
- Berjunum bætt út í, blandað vel saman og sett inn í ísskáp yfir nótt
- Leyfið hugmyndafluginu að ráða með toppings. Mér finnst mjög gott að setja t.d. kókósmjöl, kókosflögur, möndlusmjör, bláber, hindber, brómber, soðin epli, banana, möndlur, veganjógurt