Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Trefjabomba

Fyrir 1.

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 2 mín

Þetta er morgunmaturinn sem ég borða ca 6x í viku eða eftir hverja æfingu. Hann er bæði trefja- og próteinríkur og trixið er að útbúa hann kvöldinu áður. Svo er bara að nota hugmyndaflugið í hvað þú vilt setja ofan á hann. Ég geri yfirleitt 5-6 krukkur í einu þannig að ég þurfi bara að bæta við mjólk og berjum að kvöldi.

  1. Öllum fræjum blandað saman og kryddað eftir smekk.
  2. Mjólkinni bætt við og blandað vel saman
  3. Vanilludropar settir út í og blandað vel saman
  4. Berjunum bætt út í, blandað vel saman og sett inn í ísskáp yfir nótt
  5. Leyfið hugmyndafluginu að ráða með toppings. Mér finnst mjög gott að setja t.d. kókósmjöl, kókosflögur, möndlusmjör, bláber, hindber, brómber, soðin epli, banana, möndlur, veganjógurt