15
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 15 mín
Þetta er nýja uppáhaldsnammið mitt. Finnst geggjað að fá mér eina trufflu eftir hádegismat. Nýtt trix sem ég er nýbúin að læra. Í staðinn fyrir að hjúpa hverja trufflu með súkkulaði bara raða þeim í bakka og sulla yfir þær með skeið, þá virka þær ansi hjúpaðar en súkkulaðimagnið verður 3var sinnum minna auk þess sem þetta er gífurlegur tímasparnaður.
Allt hráefni sett í matvinnsluvél og blandað þar til deigið er orðið mjúkt og glansandi. Búnar til 15 kúlur. Mitt deig hefur yfirleitt orðið svona mjúk klessa þannig að ég set þetta í skál og inn í ísskáp í svona 30 mín þar til það lætur að stjórn og ég get gert kúlur úr því.
MACROS PER 21 GR. KÚLU SAMKVÆMT MFP:
Kalóríur: 87 - Kolvetni: 7 gr, Fita, 5,7 gr. Prótein: 1,9 gr. Trefjar: 0,6 gr.
Prófaði svo næst að sleppa því að hjúpa þær í súkkulaði og finnst það koma mjög vel út. Fékk beiðni að prófa að setja smá romm í útgáfu og það verður gert næst.
MACROS PER 28 GR. KÚLU SAMKVÆMT MFP:
Kalóríur: 97 - Kolvetni: 9,7 gr, Fita, 5,0 gr. Prótein: 2,7 gr. Trefjar: 1,2 gr.