Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Súkkulaðimúsin hennar Tinnu

Fyrir 4

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Þetta er EKKI sykurlaus uppskrift en hún er Vegan og uppáhaldssúkkulaðimúsin hennar Tinnu að ég ákvað að hún fengi að fljóta með.

1. Bræða súkkulaði í örbylgju. Mér finnst best að brjóta það í litla bita og stilla á 30 sek í einu og hræra á milli. Þetta tekur svona 1,5-2 mínútur max. Gífurlega mikilvægt að nota ekki of langan tíma í einu í örbylgjunni því þá eyðileggst súkkulaðið

2. Þreyta rjómann

3. Hella súkkulaðinu í mjórri bunu yfir rjómann og hræra varlega. Ekki hella of miklu í einu þá fer allt í kekki.

4. Setja í fallega skál og geyma í ísskáp í amk klukkutíma fyrir notkun.

Súkkulaðimúsin geymist vel í ísskáp í amk einn sólarhring (hefur alltaf verið kláruð innan sólarhrings) en frábær eftirréttur sem tekur enga stund að græja.