Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Súkkulaðiís

3

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Fullkominn eftirréttur. Ef þú ert svangur þá dugar þetta líka fyrir einn svangan. Ég myndi gera hann svona klukkutíma fyrir notkun og frysta. Þá er hann passlega frosinn

Skellið öllu í blandara þar til ísinn er orðinn silkimjúkur. Frystið í ca klukkutíma fyrir notkun. Það er líka hægt að geyma hann lengur en þá þarf að passa að taka hann upp úr frysti vel fyrir notkun þar sem hann verður pikkfrosinn.

Toppið með jarðarberjum og möndluflögum. Spariútgáfan væri þeyttur hafrarjómi. Allskonar hnetur, möndlur og ber ganga vel með þessum.