Fyrir 1
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 1 mín
Þessi er svo góður. Virkar bæði sem morgunmatur, létt snakk eða eftirréttur með mat. Ég er farin að skipta honum í tvennt og fæ mér hálfan skammt á eftir morguneggjunum. Algjört æði þannig. Það má alveg sleppa kjúklingabaunum. Nota þær til að fá meira prótein.
Allt sett saman í blandara og blandað í ca 30-40 sek eða þar til orðið mjúkt. Sett í fallega skál og bætt ofan á t.d. bláberjum, jarðarberjum, kókósmjöli eða kókósflögum, kakónibbum eða hvað eina sem þú ert í stuði fyrir. Borðar með teskeið og notið hvers bita.
MACROS SAMKVÆMT MFP:
Kalóríur: 440 - Kolvetni: 47,8 gr, Fita, 18,6 gr. Prótein: 18,7 gr. Trefjar: 13,7 gr.