Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Súkkulaðibúðingur

Fyrir 1

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 1 mín

Ég fann upphaflegu uppskriftina á Instagram þar sem þetta var í raun súkkulaðisheik en hann var svo þykkur að ég breytti honum bara í morgunbúðing. Getur líka alveg verið eftirréttur. Algjört nammi og pottþétt kalóríubomba enda finnst mér tilvalið að fá mér hann eftir hlaup.

Allt sett saman í blandara og blandað í ca 30-40 sek eða þar til orðið mjúkt. Sett í fallega skál og bætt ofan á t.d. bláberjum, jarðarberjum, kókósmjöli eða kókósflögum, kakónibbum eða hvað eina sem þú ert í stuði fyrir. Borðar með teskeið og notið hvers bita.

Ég fann upphaflegu uppskriftina hjá deliciouslyella á Instagram.