Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Steikt rauðkál

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 20 mín

Virkilega gott með kjöti

  1. Olía hituð á pönnu
  2. Skerið rauðkálið í þunnar lengjur. Ef þær eru of þykkar þá brenna þær frekar lærði ég :)
  3. Skerið valhnetur og döðlur í 4 bita og eplið í litla bita.
  4. Setjið rauðkálið og valhnetur á pönnuna og steikið þar til það er farið að mýkjast.
  5. Bætið þá döðlum og eplum út í
  6. Bætið rauðvínsediki út í
  7. Saltið og piprið og látið malla þar til rauðkálið er orðið mjúkt.
  8. Gott að raspa smá ferskt múskat yfir í lokin en það er ekki nauðsyn

Þetta er algjört jólarauðkál. Gífurlega gott með kjöti.

Til að hafa rauðkálið alveg clean er best að taka út epli og döðlur.

Þetta er sami grunnur og Steikt hvítkál