Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Rækjur í álpappír

Fyrir einn

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 10 mín

Virkilega góður og fljótlegur. Ég blanda ýmsu grænmeti með rækjunum þannig að hann er alltaf litríkur og fallegur.

  1. Ofninn er hitaður í 180 °C. Vasi búinn til úr álpappír og settur á ofnplötu.
  2. Rækjunum er raðað í 2 raðir. Kúrbítur er settur á 1/3 af vasanum sem er eftir, síðan kirsuberjatómatar og loks gulrætur.
  3. Olíu dreift yfir, salt, pipar, sítrónu og loks hvítlauk og engifer. Mér finnst mjög gott að setja svo furuhnetur yfir allt saman.
  4. Vasanum lokað og bakað í 10 mínútur.