Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Rauðrófusalat með geitaosti

Fyrir 2-3

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 60 mín

Ég elska rauðrófur og er alltaf að finna nýjar leiðir til að nota þær. Þessi uppskrift kom til mín á rauðu ljósi og ég ákvað að prófa hana strax og vá hvað hún var góð. Hefði eiginlega þurft að gera helmingi meira þar sem það hefði verið frábært að eiga afgang í nokkrar máltíðir.

1. Ofninn er hitaður í 180 °C

2. Rauðrófur eru flysjaðar og skornar í sneiðar. Settar í ofnfast mót eða ofnplötu og olífuolíu er hellt yfir og saltað eftir smekk.

3. Bakað í 45-50 mín eða þar til þær eru orðnar mjög mjúkar.

4. Hráefnið sett á fallegan bakka í þessari röð: klettasalat sett í botninn, rauðrófum raðað yfir. Geitaosti dreift yfir og svo pistasíuhnetunum. Að lokum er granateplafræjum dreift yfir. Mæli með að nota ekki uppáhaldsbolinn þinn í þetta verkefni nema hann sé rauður. Auðvelt að gera salatið vegan með því að skipta út geitaosti fyrir veganost. Væri örugglega líka gott að skipta honum út fyrir Kashewhnetur.