Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Próteinduft

1

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Ég er orðin leið á því að kaupa misgott próteinduft og ákvað að prófa að gera mitt eigins.

Allt malað í kaffikvörn. Hver tegund er möluð í einu þar sem þær taka mislangan tíma, það tekur ekki nema svona 5-10 sek að mala og passa að mala ekki of mikið þar sem þá getur þetta orðið að smjöri. Geymt í ísskáp og samkvæmt Google þá geymist þetta ekki of lengi en það hefur nú ekki alveg reynt á geymsluþolið ennþá. Ég nota þetta hreinlega í allt. Set í boost, jógúrt, í uppskriftir, yfir ofnbakað grænmeti. Eina sem þarf er hreinlega hugmyndaflug.