Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Ommeletta

Fyrir 1

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 10 mín

Þetta er virkilega staðgóður morgunmatur og hentar líka sem léttur hádegismatur eða kvöldmatur. Auðvelt að gera hann að meiri máltíð með meðlæti

Olía hituð á pönnu. Mér finnst best að nota 6 af 10 í hita.

Egg, salt, pipar hrært saman og kókóskmjólk bætt útí.

Þegar pannan er orðin vel heit (lykilatriði) er eggjahrærunni hellt á pönnuna. Á meðan hún er að bakast þá sker ég niður tómata, vorlauk og spínat.

Þegar eggjahræran er orðin bökuð þá set ég grænmetið yfir og loka eggjahrærunni til hálfs. Læt hana bakast aðeins og sný henni svo yfir á hina hliðina.

Borið fram með avocado, jarðaberjum, salati, Macademiuhnetum og bláberjum. Mjög gott er að setja pestó og svo furuhnetur yfir allt saman.