Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Ofnbakað sætt salat

Fyrir 6

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 20 mín

Þetta ofnbakaða salat er svo mikil snilld. Tekur enga stund og paprikurnar geta réttinn mjög sætan og bragðgóðan. Mér finnst mjög gott að setja þetta ofan á salat og dreifa svo yfir geitaosti (eða vegan fetaosti) og granateplafræjum. Þetta er frábært daginn eftir sem grunnur af afgangasalati. Mæli með að gera meira en minna til að eiga í 2-3 salöt.

1. Ofninn er hitaður í 200 °C með blæstri

Sæta kartaflan er flysjuð og skorin í bita.

2. Rósakálið er hreinsað og ef þau eru mjög stór þá helmingað

3. Paprikur eru skornar í bita.

4. Allt sett á bökunarplötu og hellt yfir slatta af olíu og kryddað eftir smekk.

5. Bakað í 15-20 mínútur. Mér finnst ágætt ef ég hef kjöt með að lækka í 180 °C eftir 10-15 mínútur og láta malla með kjötinu sem tekur oft ekki nema 5-10 mín að eldast þá helst allt heitt og fínt.