4
Undirbúningstími: 15 mín / Eldunartími: 40 mín
Þetta er frábær réttur og stendur bæði fínn sem vegan aðalréttur og einnig mjög góður sem meðlæti með kjöti. Ég notaði svo afgangana í icebergvefjur með kjúklingi. Meiriháttar gott.
Stillið ofninn á blástur og 200 °C.
Skerið niður sætu kartöflur og setjið í eldfast mót. Olíu og salt og pipar yfir.
Bakið í 20 mínútur
Skerið niður blómkál og brokkoli
Bætið öllu hráefninu í eldfasta mótið og setjið olíu yfir og allt kryddið. Fínt að blanda vel.
Bakið áfram í 20 mínútur í viðbót.
Fékk þessa uppskrift frá Recipes4health á Instagram - breytti henni aðeins eldunartímanum og setti lengri tíma á sætu kartöflurnar en hitt hráefnið. Kom mjög vel út