4
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 20 mín
Líklega besta ofnbakaða brokkolí sem ég hef smakkað. Hentar mjög vel með fiski og kjöti og líka sem meðlæti með Veganmat. Pistasíurnar gera eitthvað aukabragð þannig að þetta er algjörlega fullkomin blanda.
1. Brokkolí er skorið niður, fínt að nota líka stilkana og skera þá í bita
2. Sett í skál, olíu hellt yfir, síðan salt, pipar og og lúka af pistasíuhnetum.
3. Allt nuddað vel saman og dreift svo úr á eina bökunarplötu. Það er líka fínt að setja þetta í eldfast mót þó að það sé ekki dreift jafnvel út úr því.
4. Bakað í 20 mín á 180 °C
5. Þegar platan er tekin úr ofninum er brokkolíð sett á fat eða í skál og möndluflögum dreift yfir
SÓSAN:
1. allt hrært saman. Ef þarf má setja smá Agave. Þetta er ansi góð sósa þannig að ég mæli alveg með því að tvö- eða þrefalda uppskriftina.