Fyrir 4
Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 40 mín
Þetta er ansi gott meðlæti. Rófan gerir þetta léttara og pekanhneturnar smellpassa með. Nota þetta oft með kjöti en hentar sem meðlæti með flestum mat.
Stillið ofninn á 180 °C og blástur.
Flysjið rótargrænmetið, skerið í bita og setjið í eldfast mót.
Brjótið pekanhnetur í 4 bita og setjið yfir.
Hellið slatta af olíu yfir og kryddið með salt, pipar og reyktri papriku.
Bakið í 40 mínútur. Fer eftir ofnum.