Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Ofnbakað grænmeti með kjúklingabaunum

Fyrir 4

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 15 mín

Þessi réttur er ansi einfaldur og þægilegur. Hægt að breyta honum eins og vill og skipta út grænmeti og meðlæti á ansi margan hátt. Okkar útgáfa kom til þar sem ég gleymdi að kaupa hluta af innihaldsefninum og eins og Viktor sagði, þetta verður bara okkar uppskrift.

1. Ofninn hitaður í 180°C

2. Gulrætur, rósakál og kjúklingabaunir settar á ofnplötu eða eldfast mót. Olíu hellt yfir og kryddað með salti, pipar og reyktri papriku.

3. Bakað í 15 mínútur

4. Skallottulauk, gúrku, epli, pekanhnetum og trönuberjum dreift yfir.