Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Nautakjöt með aspas og tómötum

3

Undirbúningstími: 20 mín / Eldunartími: 20 mín

Fljótlegur og þægilegur réttur. Ég elda þennan oft í miðri viku en hann væri líka frábær sem veislumatur.

Muna að taka nautakjötið úr kæli ca 3 tímum áður en það á að elda það.

Hita ofninn í 180 °C og blástur.

Ég byrja á tómötunum þar sem þeir taka lengstan tíma.

Tómatar skornir í tvennt. Settir í eldfast mót. Olía, salt, pipar og óregano sett yfir, einnig mjög gott að hafa parmesanost yfir. Bakað í 20 mínútur.

Kjötið er saltað og piprað. Kjötinu lokað með því að steikja það á mjög heitri pönnu (stilli á hæsta og bíð þar til olían er sjóðandi heit). Steikt á alla kanta. Þá er kjöthitamælir settur í stærsta bitann og sett inn í ofn þar til hann sýnir 50 °C, tekur ca 10 mín. Þegar kjötið er tilbúið þá er það látið hvíla í 5 mínútur áður en það er skorið til að safinn leki ekki úr kjötinu.

Aspasinn er brotinn til að nýta bara góða hlutann. Tekur utan um báða endana og hann brotnar alltaf á réttum stað. Settur á pönnu með heitri olíu og salt og pipar eftir smekk.

Mér finnst gott að setja pestó yfir kjötið á meðan aðrir nota Bernaisesósu

Borið fram með salati eftir smekk. Mér finnst oft gott að hafa einfalt salat með. Kál, Macademiuhnetur, bláber og olía yfir.