Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

MöndluNutella

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 15 mín

Þetta er algjör snilld. Í raun sama uppskrift og af möndlusmjörinu og svo er 70% súkkulaði bætt út í og smá salti. Ég ákvað að prófa að setja inn líka Vegan mjólkursúkkulaði ef fólki finnst þessi of römm. Þá eru það 160 gr. af 70% súkkulaði og svo 60 gr. af Vegan mjólkursúkkulaði, ég prófaði Vegan Smooth frá Lindt. Bætti svo við 1 tsk af vanilludropum. Ég fékk mér nýja matvinnsluvél, Magimix og tíminn til að gera möndlusmjör fór úr 30-45 mín í 10 mínútur.

1. Ofninn hitaður í 180 °C

2. Möndlum dreift yfir ofnplötu

3. Bakað í 10 mínútur. Mikilvægt að hræra í hnetunum amk 2var sinnum þannig að þær bakist jafnt og þétt.

4. Möndlurnar látnar kólna á plötunni.

5. Settar í matvinnsluvél og blandað saman þar til blandan verður þétt deig. Þá er súkkulaðinu bætt út í og svo salti. Látið blandast áfram þar til þetta verður eins og smjör. Tekur stutta stund eftir að súkkulaðinu hefur verið bætt við.

Ekki hugmynd um hvað þetta geymist lengi, alltaf frekar fljót að klára krukkuna.