Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Möndlumjólk

4

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín

Ég er hætt að kaupa möndlumjólk og geri hana frá grunni. Nota hana líka í Chiagrautinn minn núna og finn lítinn mun.

1. ég set möndlur í bleyti yfir nótt (eða að morgni ef það á að gera möndlumjólkina seinni partinn)

2. Skola möndlurnar vel og set allt saman í blandara

3. Blanda þar til allt er komið í mauk

4. Helli möndlumjólkinni í sigti og læt liggja þar í svona 5 mínútur

5. Helli mjólkinni í flösku og set hratið sem varð eftir í dall og nota í Epla Chiagrautinn minn, algjört nammi

Sumir vilja hella mjólkinni í gegnum síu og vinda upp á til að hún sé sem hreinust mér finnst það óþarfi, ég bæði nota hana svona í matargerð og einnig drekk ég hana án síunar. Finnst það miklu minna vesen. Hún endist í tæpa viku inn í ísskáp.