Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Miðjarðarhafsþorskur

Fyrir 2

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 40 mín

Ég elska fljótlegan mat og þessi stendur sannarlega undir nafni. Mjög bragðgóður og niðurskorin epli, trönuber og pistasíuhnetur toppa þetta algjörlega. Það er samt valkvætt þannig að Macros er ekki miðað við það.

Ofninn er hitaður í 180 °C. Allt grænmetið sett í ofnfast mót og sett yfir olía, salt og pipar. Bakað í 20 mín. Á meðan er þorskurinn skorinn í minni bita (fínt að hafa þá 4) og kryddaður með salt, pipar og fiskikryddi. Eftir 20 mínútúr þá er fatið tekið út og þorskurinn settur yfir grænmetið og bakað áfram í 20 mínútur.

Mér finnst geggjað að bera þetta fram á spínatbeði og skera niður smá epli í litla bita, nokkur trönuber og pistasíuhnetur og setja yfir fiskinn. Gerir hann svo ótrúlega djúsí þannig. Fínt að taka hluta af grænmetinu og setja yfir þorskinn þegar hann er borinn fram.

MACROS SAMKVÆMT MFP (bara fiskrétturinn)

Kalóríur: 334 - Kolvetni: 15,3 gr, Fita: 11,2 gr. Prótein: 43 gr. Trefjar:6,2 gr.