Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Lambalundir með brokkolini og gulrótum

4

Undirbúningstími: 15 mín / Eldunartími: 20 mín

Við Axel erum komin í gírinn að testa nýjar uppskriftir. Fyrsta uppskriftin er ótrúlega bragðgóð en samt svo einföld og fljótleg.

  1. Ofninn er hitaður í 180 °C
  2. Brokkolini er hreinsað og sett í ofnfast mót og velt upp úr olíu og kryddi, eldað í 15 mín
  3. Gulrætur eru skornar í þunna strimla, lagðar í ofnfast mót og velt upp úr olíu og kryddi, eldað í 15 mín
  4. Lambalundir eru kryddaðar og steiktar á pönnu
  5. Borið fram með klettasalati, berjum og sinnepssósu