Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Kínóa bombur

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 10 mín

Er nýbyrjuð að leika mér með Kínóa og þetta er algjör snilld sem einfalt nammi. Það má líka gera einfalda útgáfu sem er bara súkkulaði og Kínóa fyrir þá sem borða ekki hnetur og/eða kókósmjöl. Gerði þennan fyrir saumaklúbbinn.

1. Hitið kínóa á pönnu við meðalhita þar til það byrjar að verða smá brúnt og byrjar aðeins að poppa.

2. Bræðið súkkulaði í örbylgju á meðan (auðvitað má gera það í potti yfir vatnsbaði, ég nenni því bara ekki). Ég set á 1 mínútu, hræri aðeins, svo á 30 sek og ef það þarf meira þá 30 sek í viðbót. Hræri svo kókosolíunni útí ef hún er lin, annars bræði ég hana líka í örbylgjunni.

3. Skera trönuber í tvennt og saxa kashewhneturnar.

4. Hræra súkkulaðinu saman við Kínóa á pönnunni og bæta svo út í Trönuberjum, Kashewhnetum og kókósmjölinu

5. Sett í lítil múffuform, passleg stærð þannig

6. Sett í kæli í amk klukkutíma, smakkast miklu betur þegar þau eru orðin köld