Undirbúningstími: 1 mín / Eldunartími: 20 mín
Ég er alveg hætt að kaupa möndlusmjör eða möndumjólk og bý til mitt eigið. Tekur enga stund og smakkast dásamlega.
1. Ofninn hitaður í 170 °C
2. Kashewhnetum dreift yfir ofnplötu
3. Bakað í 10 mínútur. Mikilvægt að hræra í hnetunum amk 2var sinnum þannig að þær bakist jafnt og þétt.
4. Kashewhnetur látnar kólna á plötunni.
5. Settar í matvinnsluvél og blandað saman þar til orðin lungamjúkt, rétt áður en þær eru fullkomnar þá eru þær aðeins saltaðar og svo sett í krukku. Mæli með að vinna þær MJÖG LENGI þar sem kashewsmjörið verður bara betra því lengur sem það verður í vinnslu.
Ekki hugmynd um hvað þetta geymist lengi, alltaf frekar fljót að klára krukkuna.
Hægt að baka þær lengur ef þú vilt hafa þær smjörið dekkra.
Fáum 320 gr. Kashewhnetusmjör úr þessu magni.
Macros per gramm samkvæmt MFP:
Kaloríur: 6
Kolvetni: 0,3 gr.
Prótein: 0,2 gr.
Fita: 0,5 gr.
Trefjar: 0 gr.
Ef þú tekur alla krukkuna þá eru þetta tölurnar :)
Macros per krukku samkvæmt MFP:
Kaloríur: 1.837 - Kolvetni: 104,6 gr. - Prótein: 49 gr. - Fita: 148,3 gr. - Trefjar: 9,6 gr.