Fyrir 6
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 15 mín
Þessi er ekki sykurlaus en hún er Vegan og mjög bragðgóð
1. Látið sykurinn bráðna á pönnu, þetta tekur mesta tímann og fínt að taka út einni uppþvottavél á meðan til að drepa tímann. Ég hef hitann stilltan á 6/10
2. Þegar sykurinn er fullbráðnaður er pannan tekin af hitanum og smjörið sett út í. Mér finnst best að vera búin að skera það í minni bita.
3. Rjóminn er settur ú í. Þarna er lykilatriði að setja hann út í mjórri bunu annars breytist karamellasósan í karamellu.
Sett í krukku og geymt inn í ísskáp. Hentar mjög vel sem íssósa og einnig frábært að brytja niður epli og möndlur sem snakk.
Á eftir að prófa nokkrar útfærslur, s.s. bragðbæta með salti, vanillu og fleira.