Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Jarðarberjaostakaka

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 15 mín

Þessi er algjört æði. Hún er fljótleg, vegan og fullkomin hvort sem er í saumaklúbbinn eða sem eftirréttur. Ég hef líka gert hana með mangó og þá skipti ég einfaldlega út jarðarberjum fyrir mangó. Ég skreytti þá köku líka með berjum.

1. Maukið hráefnin í botninn í matvinnsluvél þar til botninn verður eins og mjúk karamella. Ekki gera þetta of lengi þar sem þá breytist botninn í mjöl og verður ekki eins góður. Ef það gerist má redda sér með meiri vökva, t.d. Agave eða Kókosolíu.

2. Setjið deigið í bökuform og inn í kæli á meðan fyllingin er gerð.

3. Setjið hráefnin í fyllinguna í blandara og blandið þar til fyllingin er orðin mjúk og slétt

4. Setjið fyllinguna ofan á botninn og skreytið t.d. með jarðaberjum.