Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Jarðarberjaís

Fyrir 1-2

Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 10 mín

Ég var að prófa aðra uppskrift sem klikkaði en fékk í staðinn þennan dýrindis jarðarberjaís þannig að ég held áfram að gera tilraunir með kjúklingabaunasafa.

Setjið jarðarberin í blandara og maukið þar til þau verða að hálfgerðu ískrapi. Setjið Aquafaba (kjúklingabaunasafa) og ískrapið í hrærivél og hrærið þar til þetta verður að ís. Njótið strax. Mögulega mætti deila þessu með vin en mér fannst þetta alveg passlegt fyrir mig eina.

MACROS SAMKVÆMT MFP: ég miða við 250 gr. jarðarberjum þar sem það urðu einhver afföll.

Kalóríur: 132- Kolvetni: 25,1 gr, Fita, 1,5 gr. Prótein: 2,2 gr. Trefjar: 0 gr.