Fyrir 1
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 10 mín
Þetta er ansi fljótlegur morgunmatur en hentar líka vel sem hádegismatur eða léttur kvöldmatur. Hægt að bæta við ofnbökuðu grænmeti og góðu salati fyrir meiri máltíð
Olía hituð á pönnu. Mér finnst best að nota 6 af 10 í hita.
Egg, salt, pipar hrært saman og kókóskmjólk bætt útí.
Spínat og laukur skorið niður og bætt út í eggin.
þegar pannan er orðin vel heit er öllu hellt á pönnuna og loks er tómötunum bætt út í þegar eggin eru byrjuð að taka sig.
Öll hrært vel saman og ágætt að setja meiri pipar yfir. Þegar eggin eru orðin elduð er allt sett á disk.
Borið fram með avocado, jarðaberjum, salati. Mjög gott er að setja pestó og svo furuhnetur yfir allt saman.