Fyrir 4-6
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 10 mín
Þetta er svo hrikalega gott nammi. Ég nota þetta oft sem eftirrétt í hádeginu. Rosalega saðsamt og það þarf í raun bara smá mola enda er þetta mjög hitaeiningaríkt
1. Allar hnetur og döðlur eru settar í matvinnsluvél og maukað þar til þetta verður mjúkt en samt blautt. Ef þú maukar of lengi þá verður deigið þurrt en þá má redda sér með smá agavesýrópi.
2. Sett í form og inn í kæli meðan súkkulaðið er brætt
3. Súkkulaðið er brætt í örbylgju í ca 1 mínútu og hellt yfir hnetudeigið.
4. Súkkulaðið skreytt eftir löngum. Mér finnst ágætt að grófsaxa þurrkuð gojiber til að fá meiri liti.
5. Sett inn í ísskáp og stolist í eftir þörfum.