Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Hindberjasulta

Undirbúningstími: 2 mín / Eldunartími: 10 mín

Virkilega góð og sykurlaus sulta sem passar með öllu hreinlega. Hún er frekar fljótleg þó að mér finnst betra að láta hana malla á lágum hita því þá þarf ég ekkert að fylgjast með henni. Mér finnst t.d. þægilegt að láta berin malla á meðan ég borða morgunmat og mauka svo sultuna á 30 sek þegar berin eru mauksoðin.

1. Látið frosin hindber, þurrkuð trönuber og vatn í pottinn og látið malla á lágum hita.

2. Setjið í blandara og bætið við sítrónusafa, Chiafræum og vanilludropum

3. Maukið þar til Chiafræin eru komin í mauk og setjið í krukku.

4. Mér finnst fínt að setja frekar í 2 minni krukkur.

Ekki hugmynd um hvað þetta endist lengi í ísskápnum. Hefur aldrei stoppað lengi við.