Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Hafraklatti

2 stykki

Undirbúningstími: 6 mín / Eldunartími: 6 mín

Mjög fljótlegt, ég prófaði að gera þessa í airfryer en það má líka baka hana. Mögulega væri gott að gera fleiri og hafa þær minni. Ég borða ekki hafra en Viktor elskar þá þannig að ég skelli stundum í eitthvað fyrir hann.

Bananinn stappaður og öllu bætt við. Mér finnst best að bæta við súkkulaðinu og Macademiuhnetunum þegar búið að hræra öllu vel saman. Airfryerinn er stilltur á 180 °C í 6 mínútur. Ef þú vilt baka í venjulegum ofni þá væri þetta ca 10 mín eftir stærð kakanna.