Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Guacamole

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 5 mín

Virkilega gott Guacamole. Hentar vel bæði með mat og sem snakk. Frábært með eggjaköku

Guacamole: 1. Avókado eru sett í skál og stöppuð saman með gaffli.

2. Laukurinn er saxaður smátt

3. Safi og fræ eru hreinsuð úr tómatinum og hann svo saxaður smátt

4. Jalapeño er síðan saxað smátt, gott að fjarlægja fræin

5. Kóríander er saxað smátt og öllu bætt út í skálina með avókadóinu og hrært saman.

6. Safa úr hálfri límónu bætt við og að lokum er þetta saltað eftir smekk.