Prenta uppskrift
Grísk jógúrt með döðlum
Fyrir 1.
Undirbúningstími: 5 mín / Eldunartími: 5 mín
Þessi er fljótleg og þægileg bæði sem morgunmatur og millimál. Myndi duga ef ég væri ekki að æfa um morguninn en þá bæti ég við slatta af orku, sjá mynd 2 fyrir hugmyndir.
- Steinhreinsið döðlurnar og skiptið í 2 bita
- Steikið döðlurnar upp úr smjöri, ólífuolíu eða kókósolíu, ca 1 -2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða smá mjúkar og karamellukenndar
- Setjið jógúrtina í skál og kanil yfir
- Setjið döðlurnar yfir
- Toppið með ólífuolíu og sjávarsalti
- Bætið við því sem ykkur dettur í hug ef þið viljið stækka máltíðina
- Hugmyndir: banani, bláber, hindber, brómber, möndlusmjör, kókósmjöl