Cleanlife logo

Innihald

Prenta uppskrift

Graskerssúpa

4

Undirbúningstími: 10 mín / Eldunartími: 50 mín

Fljótleg og mjög bragðgóð súpa.

Ofninn hitaður í 180°C.

Graskerið er skorið í tvennt og allt hreinsað innan úr. Sett á ofnplötu. Kjúklingabaunirnar eru settar ofan í holurnar á öðrum helmingum og hinn er bakaður með til að eiga sem meðlæti síðar meir. Laukarnir eru flysjaðir og skornir í tvennt og settir á plötuna. Skorið ofan af hvítlauk og hann er settur ofan á ofnplötuna.

Sett yfir olía, salt, pipar og paprika. Bakað í 40 mínútur. Allt sett í blandara (nema auka graskerið). Bætt við 480 gr. af möndlumjólk, mér fannst ágætt að bæta við salt, pipar og papriku og blandað þar til súpan verður silkimjúk. Mér fannst fínt að toppa hana með smá Canelli baunasnakki.

MACROS:

Þetta er fyrir fjóra þannig að ég set inn macros fyrir einn án ólíunnar sem þú notar til að steikja upp úr.

Kalóríur: 210 - Kolvetni: 40,3 gr, Fita: 3,8 gr. Prótein: 6,3 gr. Trefjar: 8 gr.